Boston Celtics sigruðu Cleveland Cavaliers í öðrum leik úrslita Austurstrandarinnar, 94-107. Celtics því komnir með 2-0 forystu í einvíginu, en næstu tveir leikir verða leiknir á heimavelli Cavaliers í Cleveland.

 

Fyrir heimamenn í Celtics var Jaylen Brown atkvæðmestur með 23 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir gestina frá Cleveland var það LeBron James sem dróg vagninn með 42 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum.

 

Cavaliers því komnir í óþægilega 2-0 stöðu eftir þessa fyrstu tvo leiki í Boston, en fá möguleika til þess að jafna einvígið á sínum eigin heimavelli með sigri í næstu tveimur. Möguleiki þeirra á því að fara til úrslita snarminnkaði þó sögulega við þetta tap í nótt, en aðeins um 20% þeirra liða sem lenda 2-0 undir í einvígi úrslita deildar hafa farið áfram.

 

 

 

 

 

Úrslit:

 

Cleveland Cavaliers 94 – 107 Boston Celtics

(Celtics leiða 2-0)

 

Hérna er það helsta úr leiknum: