Breiðablik varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í 8. flokk drengja. Lokamót flokksins var leikið á heimavelli Stjörnunnar, í Ásgarði í Garðabæ. Sigruðu þeir það mót og stóðu því uppi sem Íslandsmeistarar að lokum.

 

Fór Breiðablik taplaust í gegnum úrslitamótið, en með þeim á því léku lið Hauka, Fjölnis, Stjörnunnar og Njarðvíkur. Í öðru sætinu voru Haukar og í því þriðja Fjölnir.

 

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu með þjálfara sínum Halldóri Halldórssyni og aðstoðarþjálfara Arnari Laufdal Arnarssyni eftir að sigurinn var í höfn.

 

Hérna má sjá úrslit frá mótinu