Boston Celtics sigruðu í gærkvöldi Celevalnd Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar, 83-108. Celtics leiða einvígið því 1-0, en næsti leikur liðanna mun einnig fara fram í Boston áður en einvígið færir sig yfir til Cleveland í tvo leiki þar á eftir.

 

Stigahæstur leikmanna Celtics í leiknum var Jaylen Brown með 23 stig og bætti hann við 8 fráköstum. Fyrir Cleveland var Kevin Love atkvæðamestur með 17 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.

 

Skemmtilegt þótti að LeBron James hafi munað upphafsmínútur leiksins upp á tíu:

 

 

 

 

Úrslit

 

Cleveland Cavaliers 83 – 108 Boston Celtics

(Celtics leiða 1-0)

 

Það helsta úr leiknum: