Skallagrímur hefur samið við bræðurnar Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Bergþór Ægir Ríkharðsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Þeir bræður slitu barnskónum í Borgarnesi og eru því að snúa heim eftir nokkra ára fjarveru. 

 

Björgvin hefur leikið með Tindstól síðustu tvö ár þar sem hann hefur verið í gríðarlega sterku liði Skagfirðinga. Hann var með 5 stig og 2,9 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð er Tindastóll féll úr leik í úrslitaeinvíginu. Hann hefur einnig leikið með ÍR og Fjölni. 

 

Bergþór kemur frá Hetti þar sem hann lék á síðustu leiktíð í Dominos deildinni. Hann var með 4,9 fráköst og 5,6 stig en mikill stígandi var í hans leik er leið á tímabilið. 

 

Á heimasíðu Skallagríms segir að frekari tíðinda sé að vænta af leikmannamálum Meistaraflokks karla á næstunni. Til gamans má geta að systir þeirra Bergþórs og Björgvins, Heiðrún Harpa leikur einnig með Skallagrím í Dominos deild kvenna og því systkinin öll að spila fyrir sama félag á næstu leiktíð.