Utah Jazz jafnaði einvígi sitt í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar gegn Houston Rockets í nótt með 116-108 sigri. Staðan í einvíginu því jöfn 1-1, en tveir næstu leikir fara fram á heimavelli Jazz í Saly Lake City.

 

Atkvæðamestur Jazz manna í leiknum var ástralinn Joe Ingles. Setti hann 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum niður og skoraði í heildina 27 stig í leiknum. Fyrir Rockets var það verðandi verðmætasti leikmaður deildarinnar James Harden sem dróg vagninn með 32 stigum, 6 fráköstum og 11 stoðsendingum.

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Utah Jazz 116 – 108 Houston Rockets

(Einvígið er jafnt 1-1)

 

Það helsta úr leiknum: