Skráning fyrir Körfuboltabúðir Fjölnis eru byrjaðar fyrir þetta sumarið. Metnaður fyrir körfuboltabúðunum hefur verið mikill undanfarin ár og auka æfingin hefur skilað miklu í yngri flokka starfið.

 

Þjálfarar búðanna eru Ægir Þór Steinarsson atvinnumaður á Spáni og Heiðrún Kristmundsdóttir þjálfari á Spáni.

 

Námskeiðið verður með svokallaðar þemavikur þar sem áhersla verður lögð á ákveðinn hluta leiksins í hverri viku. Búðirnar standa yfir í fjórar vikur og verður þeim skipt niður í boltatækni, skottækni, vörn og boltaskrín. Svo er aldrei að vita nema góðir gestir kíki við í hverri viku.

 

Þjálfarar búðanna hvetja sérstaklega krakka utan Grafarvogs líka til að mæta og taka á því í sumar. Fullkominn vettvangur til að skipta um umhverfi til að æfa og spila á móti öðrum en maður mætir á hverjum degi hjá félagsliðum sínum. 

 

Skráið ykkur á þær vikur þar sem tekið verður á ykkar veikleikum og nýtum sumarið til að verða betri!

 

Nánari upplýsingar og skráning hér.