Í kvöld mætast Haukar og Skallagrímur í fyrsta leik undanúrslita Dominos deildar kvenna.

 

Eftir deildarkeppnina stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með með 42 stig á meðan að Skallgrímur hefur átt misjöfnu gengi að fagna í vetur, hálfpartinn stálu fjórða sætinu af Stjörnunni með frábærum endaspretti. Fyrir vikið endaði liðið í fjórða sæti með 28 stig. 

 

Liðin hafa mættust í fjórum sinnum í vetur í deildinni. Fyrsta leikinn sigraði Skallagrímur í Fjósinu 68-65. Næstu þrjá leikina unnu Haukar svo, tvo á heimavelli og einn í Borgarnesi. Síðasti leikur liðanna var í lokaumferð deildarkeppninnar og þekkjast því liðin vel. Þar unnu Haukar eftir framlenginu í æsispennandi leik. 

 

 

Karfan spjallaði við leikmann Hauka, Whitney Fraizer um úrslitakeppnina, andstæðingana og stemmninguna í Hafnarfirði.