Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Golden 1 Center í Scramento töpuðu heimamenn í Kings fyrir meisturum Golden State Warriors. Úrslit sem að voru nokkuð fyrirsjáanleg í ljósi þess að Warriors hafa nú endurheimt þrjá af fjórum stjörnuleikmönnum sínum úr meiðslum, en ekki er gert ráð fyrir að Stephen Curry verði með þeim fyrr en eitthvað verður liðið á úrslitakeppnina.

 

Undir lok þriðja leikhlutans bættist þó aftur á meiðslalistann hjá meisturunum, þegar að bakvörðurinn Patrick McCaw fékk væna byltu og var í kjölfarið borinn út úr höllinni. Óttast var að hann hefði eitthvað skaddast á mænu, þar sem fyrst eftir atvikið sagðist hann dofinn. Beðið er eftir frekari myndatökum í dag til þess að staðfesta nákvæmlega hvað hafi gerst.

 

Myndbrot af atvikinu:

 

 

Klay Thompson var atkvæðamestur fyrir Warriors í endurkomu sinni í liðið með 25 stig, á meðan að fyrir heimamenn var það Buddy Hield sem dróg vagninn með 19.

 

Brot úr leiknum:

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit næturinnar

Charlotte Hornets 93 – 107 Washington Wizards

Detroit Pistons 115 – 109 New York Knicks

Toronto Raptors 99 – 110 Boston Celtics

Brooklyn Nets 110 – 109 Miami Heat

Golden State Warriors 112 – 96 Sacramento Kings