Valsarar náðu í dag 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Keflavík í Dominos deild kvenna. Leikurinn fór fram í Valshöllinni í dag og var hann æsispennandi.
Keflavík hafði forystuna í fyrri hálfleik en Valur tók við bílstjórasætinu þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi en stóru skotin féllu hjá heimakonum í leiknum.
Að lokum fór svo að Valur vann 87-80 sigur á Keflavík. Staðan í einvíginu er þá 2-0 fyrir Val og geta þær sent Íslandsmeistara Keflavíkur í sumarfrí á þriðjudag þegar liðin mætast í þriðja leik einvígisins.
Nánar verður fjallað um leikinn á Karfan.is síðar í dag.