Tindastóll tók í kvöld 0-1 forystu gegn ÍR í undanúrslitarimmu liðanna í Domino´s-deild karla. Á sama tíma færðist kvennalið KR nær Domino´s-deildinni er liðið komst í 1-0 gegn Fjölni í úrslitum 1. deildar kvenna.

Stólarnir voru við stýrið í kvöld en ÍR gerði nokkrar sterkar tilraunir til að jafna metin en í fjórða leikhluta voru það risavaxnir þristar frá Axel Kára og Sigtryggi Arnari sem héldu ÍR í skefjum og lokatölur 82-89. Danero Thomas var atkvæðamestur hjá ÍR með 33 stig og 9 fráköst. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar í bikargallanum með 25 stig og 4 stoðsendingar.

ÍR-Tindastóll 82-89 (13-22, 17-16, 16-20, 36-31)
ÍR:
Danero Thomas 33/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 13/9 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/8 fráköst, Trausti Eiríksson 6, Kristinn Marinósson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sveinbjörn Claessen 2, Einar Gísli Gíslason 0, Hjalti Friðriksson 0/5 fráköst, Ingvar Hrafn Þorsteinsson 0.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Antonio Hester 20/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9, Axel Kárason 7/8 fráköst, Chris Davenport 2/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2, Helgi Freyr Margeirsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Hlynur Freyr Einarsson 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Halldor Geir Jensson
 
Viðureign: 0-1

Í DHL-Höllinni vann KR 78-63 sigur á Fjölni þar sem Alexandra Petersen var með 23 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar hjá KR en í liði Fjölnis var McCalle Feller með 21 stig og 9 fráköst.

KR-Fjölnir 78-63 (12-16, 19-12, 21-19, 26-16)

KR: Alexandra Petersen 23/13 fráköst/5 stoðsendingar, Perla  Jóhannsdóttir 19/7 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 13/11 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 8, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/5 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/7 fráköst/5 varin skot, Gunnhildur Bára Atladóttir 1, Þóra Birna Ingvarsdóttir 1, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 1, Kristin Skatun Hannestad 0.
Fjölnir: McCalle Feller 21/9 fráköst/5 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 16/7 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7/6 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 4, Birta Margrét Zimsen 3, Fanndís María Sverrisdóttir 0, Margrét Eiríksdóttir 0, Snæfríður Birta Einarsdóttir 0, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0, Guðrún Edda Bjarnadóttir 0/4 fráköst.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Einar Þór Skarphéðinsson, Sigurbaldur Frimannsson
 
Viðureign: 1-0

Mynd/ Davíð Eldur – Friðrik Þór Stefánsson sækir að körfu ÍR í kvöld.