Hamar náði áðan að knýja fram fjórða leikinn í seríunni gegn Blikum um laust sæti í Domino´s-deild karla. Hamar hafði nauman sigur í enn einum spennuslag þessara liða. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Breiðablik og lokatölur í kvöld 103-95. Fjórði leikur liðanna fer fram í Smáranum í Kópavogi föstudaginn 13. apríl næstkomandi.
Hamar-Breiðablik 103-95 (17-30, 28-22, 28-23, 30-20)
Hamar: Larry Thomas 28/5 fráköst, Julian Nelson 27, Smári Hrafnsson 10, Jón Arnór Sverrisson 9/7 stoðsendingar, Þorgeir Freyr Gíslason 7/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 6/4 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 5, Kristinn Ólafsson 4/6 fráköst, Oddur Ólafsson 4/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 3, Ísak Sigurðarson 0, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0.
Breiðablik: Christopher Woods 37/20 fráköst, Jeremy Herbert Smith 24/4 fráköst, Snorri Vignisson 16/12 fráköst/5 stolnir, Árni Elmar Hrafnsson 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 5/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 4, Sveinbjörn Jóhannesson 3/6 fráköst, Hafþór Sigurðarson 0, Þröstur Kristinsson 0, Matthías Örn Karelsson 0, Halldór Halldórsson 0/5 fráköst, Guðjón Hlynur Sigurðarson 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Viðureign: 1-2
Mynd/ Davíð Eldur – Þorgeir Freyr Gíslason setti 7 stig fyrir Hamar í kvöld.