Mikil eftirvænting er eftir fjórða leik úrslitaeinvígis KR og Tindastóls sem fram fer í DHL Höllinni kl. 20:00 í kvöld. Svo mikil er eftirvæntingin að uppselt er í forsölu á leikinn, en samkvæmt heimildum munu þó vera nokkrir miðar eftir, en þeir verða seldir í miðasölu KR sem opnar kl. 16:30.

 

Á sama tíma opnar fyrir grillið í DHL Höllinni, svo ekki er úr vegi fyrir þá sem að enn eiga eftir að tryggja sér miða að skella sér snemma, ná sér í miða og sporðrenna svo einum borgara fyrir leikinn. Salurinn sjálfur mun svo opna kl. 18:00, en ljóst er samkvæmt þessum fregnum að sé fólk með einhverjar kröfur varðandi sæti, þá ætti það að mæta snemma.

 

Uppfært kl. 13:00Bætt hefur verið við miðum í forsölu á netinu hér.

 

Leikur dagsins – Fer sá stóri á loft í Vesturbænum í kvöld?

Podcast: Umræða um leik kvöldsins

 

Mynd / Hjalti Árna: Stemmingin var stórkostleg á öðrum leik liðanna í DHL Höllinni.