Í þessum síðasta þætti er farið yfir við hverju er að búast í fyrstu umferð NBA úrslitakeppninnar. Úrslitakeppnin fer af stað á laugardaginn með fjórum leikjum, en seinni fjórir fyrstu leikir viðureignanna eru svo degi seinna.

 

Gestur þáttarins er ritstjóri NBA Ísland og sérfræðingur Stöð 2 Sport, Baldur Beck. Fyrsti leikurinn sem hann mun leiða landann í gegnum á sportinu er fyrsti leikur Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers á sunnudagskvöldið kl. 19:30.

 

Fyrir klára fólkið er vert að benda á NBA áskorun Körfunnar og Miðherja, en í henni er hægt að spá fyrir um útkomu úrslitakeppninnar. Lokað verður fyrir spádóma um leið og boltinn fer á loft í fyrsta leik á laugardaginn.

 

Hérna er NBA áskorun Körfunnar og Miðherja

 

Podcast Karfan.is er einnig á iTunes

 

Umsjón: Davíð Eldur & Sigurður Orri

 

Dagskrá:

Umræða um síðustu leiki tímabils (01:00)

Raptors v Wizards (08:00)

Celtics v Bucks (19:00)

76ers v Heat (36:00)

Cavaliers v Pacers (44:00)

Rockets v Timberwolves (55:00)

Spurs v Warriors (67:00)

Trail Blazers v Pelicans (81:00)

Thunder vs Jazz (90:00)