KR tók forystuna í úrslitaeinvígi liðsins gegn Tindastól í Dominos deild karla. Leikur kvöldsins fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og KR því búið að stela heimaleikjaréttinum en sigra þarf þrjá leiki til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum. 

 

KR var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem varnarleikur liðsins var ógnarsterkur. Frábært framlag frá Pétri og Arnari hjá Tindastól hélt muninum þó í sjö stigum í hálfleik 31-38. 

 

Tindastóll átti fá svör við leik KR sem náði á endanum í sannfærandi sigur 54-75. Pavel Ermolinski var magnaður í þessum leik fyrir KR. Daðraði við þrennu í leiknum og endaði með 9 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. 

 

Twitter var í miklu stuði á meðan á leik stóð og eftir hann. Brot af því besta má finna hér að neðan: