Leikstjórnandinn Þóra Kristín Jónsdóttir setti persónulegt met á tímabilinu með Haukum í fyrsta sigri undanúrslitanna gegn Skallagrím. Þóra var 5-7 í þristum í leiknum en þetta var í fyrsta sinn sem hún setur 5 þrista í leik þetta tímabilið, 71% nýting takk fyrir!
Einu sinni áður í vetur hafði hún skorað fjóra þrista í leik, var þá 4-7 í þristum í 67-71 sigri gegn Val. Eitthvað er leikstjórnandinn að fá betra lúkk núna heldur en í fyrra eða þrotlausar skotæfingar að baki því á síðasta tímabili var hún 17,8% þriggja stiga skytta en hoppaði upp í 33% í deildarkeppninni þessa vertíðina.
Stuðið fyrir utan þriggja stiga línuna gegn Skallagrím setur Þóru í 7.-8. sæti yfir flesta þrista í leik á tímabilinu en efst á lista er Keflvíkingurinn Brittanny Dinkins með 8 þrista í leik gegn Haukum.
Aðeins tveir íslenskir leikmenn hafa sett fleiri þrista í einum leik heldur en Þóra en það eru Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals (6) og Bríet Sif Hinriksdóttir (6) leikmaður Stjörnunnar.
Topp 10 listi þeirra sem gert hafa flesta þrista í leik á tímabilinu:
Mynd/ Bára Dröfn – Þóra Kristín í leik eitt gegn Skallagrím.