Keflavík hefur gangið frá ráðningu á Sverrir Þór Sverrissyni fyrir næsta tímabil í Dominos deild karla. Sverrir Þór öllum hnútum kunnugur í Keflavík, en hann hefur þjálfað kvennalið félagsins síðastliðin tvö tímabil. Þar hefur árangurinn ekki látið á sér standa, en í fyrra unnu þær bæði Íslands og bikarmeistaratitilinn. Á þessu tímabili er bikarmeistaratitillinn í höfn, en þær eru sem stendur að eigast við Val í undanúrslitum Dominos deildarinnar.

 

Áður en Sverrir kom til Keflavíkur fyrir tveimur árum gerði hann kvennalið Njarðvíkur að Íslands og bikarmeisturum leiktíðina 2011-12. Stýrði svo karlaliði Grindavíkur að Íslandsmeistaratitil 2012-13 og kvennaliðinu að bikartitil 2014-15.

 

Aðstoðarþjálfari með Sverri verður Jón Guðmundsson.