Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar um miðjan dag á morgun. Samkvæmt heimildum mun félagið kynna nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Félagið sagði skilið við Hrafn Kristjánsson eftir tímabilið, en hann hafði verið með þá síðustu fjögur tímabil.

 

Stjarnan endaði í 7. sæti Dominos deildarinnar og var slegið út í 8 liða úrslitum af ÍR eftir 3-1 einvígi.