Róbert Sigurðsson hefur virkjað uppsagnarákvæði sitt í samningi við Stjörnuna og mun því yfirgefa félagið í sumar. Róbert kom til félagsins síðasta sumar frá Fjölni þar sem hann hefur leikið síðustu tímabil. 

 

Róbert endaði með 12,2 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Stjörnuna sem féll úr leik í 8. liða úrslitum Dominos deildarinnar fyrir stuttu. Á síðasta tímabili var Róbert valinn besti leikmaður 1. deildar karla og átti frábært tímabil.

 

Fyrir stuttu endurheimti Stjarnan Dag Kár Jónsson frá Grindavík og því ljóst að Róbert gæti fallið aftar í goggunarröð Stjörnunnar fyrir komandi tímabil. Arnar Guðjónsson var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum og því nokkrar breytingar yfirvofandi hjá Stjörnunni.