Ljóst er nú að miðherjinn öflugi Ragnar Nathanaelsson mun ekki leika með Njarðvík á næsta tímabili í Dominos deild karla. Kemur þetta fram í frétt á heimasíðu félagsins. Ragnar samdi við Njarðvík fyrir síðasta tímabil og lék 25 leiki fyrir félagið. Í þeim skilaði hann 8 stigum, 8 fráköstum og 2 vörðum skotum á um 22 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.

 

 

 

Fréttatilkynning Njarðvíkur:

Samstarfi Njarðvíkur og miðherjans Ragnars Nathanaelssonar verður ekki áframhaldið á næstu leiktíð. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vill þakka Ragnari fyrir samstarfið og hans framlag til klúbbsins.

 

Ákvörðun Njarðvíkur og Ragnars var sameiginleg og skilja leiðir í bróðerni. Undirbúningur fyrir næstu leiktíð er þegar hafinn í Ljónagryfjunni og greinum við frá frekari gangi mála um leið og unnt er.