Breiðablik hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla sem leika mun í Dominos deild karla á næsta ári. Pétur Ingvarsson mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Hamar síðusta eitt og hálfa árið. 

 

Pétur hefur þjálfað áður Hamar og gert frábæra hluti með liðið í 1. deild karla og efstu deild. Hann var þjálfari Hamars sem Breiðablik vann í úrslitaeinvígi 1. deildar karla fyrir nokkrum dögum. Pétur þjálfaði hjá Hamri einnig árin 2000-2009. Síðan hefur hann þjálfað bæði Ármann og Skallagrím í stuttan tíma auk þess sem þjálfaði Hauka á árunum 2007-2011.

 

Breiðablik mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili eftir að hafa tryggt sætið fyrir stuttu. Liðið inniheldur sterkan kjarna af ungum leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu. Lárus Jónsson hefur þjálfað félagið síðustu ár en var látinn fara í byrjun árs. Eftir það tóku Christopher Woods og Jónas Pétur Ólason við liðinu og stýrðu því til sigurs í úrslitakeppninni.

 

Í yfirlýsingu Breiðabliks segir „Pétur tekur við öflugu búi og mun áfram stuðla að þeirri uppbyggingu sem félagið hefur staðið fyrir síðustu ár.“

 

 

++