Óvíst er með þátttöku Aalyah Whiteside, leikmanns Vals, í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðsins gegn Keflavík í kvöld. Samkvæmt heimildum er hún meidd á hnéi. Segir þjálfari hennar, Darri Freyr Atlason, hnéið vera bólgið, en þetta þó ekki vera alvarlegt.

 

Segir hann ennfrekar að hún muni ekki eftir því hvernig þetta gerðist, en að hans sögn hafi það sennilega verið högg á hnéið. Þá segir hann ákvörðun um þátttöku hennar í kvöld verða tekna rétt fyrir leik.

 

Whiteside verið stórkostleg fyrir Val þessa fyrstu tvo leiki undanúrslita. Skorað 35 stig og tekið 13 fráköst á 35 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.

 

Fyrir leikinn leiðir Valur með tveimur sigrum gegn engum Keflavíkur og geta þær því sent Íslandsmeistarana í snemmbúið sumarfrí með sigri.