Óvíst er hvort leikmenn Tindastóls, Hannes Ingi Másson og Antonio Hester leiki með liðinu í þriðja leik úrslitaeinvígissins gegn KR í kvöld. Báðir eru þeir meiddir á ökkla. Hannes frá því í öðrum leik úrslita, en Hester frá þeim fyrsta. Samkvæmt þjálfara liðsins, Israel Martin, munu báðir leikmenn verða metnir af sjúkraþjálfara í dag og kemst það þá betur í ljós hvort og hver þátttaka þeirra verður.

 

Ljóst er að þessar fréttir eru ekki góðar fyrir Tindastól. Antonio Hester hefur verið þeirra besti leikmaður í vetur og Hannes Ingi kannski sá leikmaður liðsins sem hefur tekið einum mestum framförunum og farinn að spila 10-20 mínútur í leik.

 

Tindastóll tekur á móti KR kl. 19:15 í Síkinu í kvöld í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan fyrir leikinn er jöfn, 1-1, en það lið sem vinnur þrjá leiki fyrst, hampar þeim stóra.

 

Mynd / Hjalti Árna: Hannes og Hester báðir meiddir, að ræða málin á bekk Stólana í síðasta leik.