Helgin hefur verið löng fyrir stuðningsmenn Hauka og Vals eftir oddaleiknum risavaxna sem fram fer í kvöld. Í boði er Íslandsmeistaratitill fyrir sigurvegarann og því hreinn úrslitaleikur framundan. 

 

Staðan í einvíginu er 2-2 þar sem bæði liðin hafa unnið sína heimaleiki. Síðasti leikur fór fram í Valshöll þar sem Haukar leiddu 2-1 og gátu tryggt titilinn með sigri. Sá leikur var gríðarlega spennandi og réðst á lokaandartökum leiksins. 

 

Haukar geta með sigri tryggt fjórða Íslandsmeistaratitilinn í sögunni og þann fyrsta í níu ár en sá síðasti vannst einmitt 2009. Þá voru systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur saman í liði Hauka en þær berjast við hvort aðra um titilinn í kvöld. 

 

Valur hefur aldrei áður orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og er þetta í fyrsta sinn sem liðið er í úrslitaeinvíginu. Einu sinni hefur liðið komist í úrslit bikarkeppninnar og var það árið 2013. Það yrði því fyrsti stóri titill Vals í kvennaflokki í sögunni. 

 

Leikurinn hefst kl 19:15 að Ásvöllum, miðasala hefst þar kl 16:00 á morgun en von er á gríðarlegri stemmningu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður gerð góð skil hér á Karfan.is í kvöld.