Einn leikur var á dagskrá úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Í honum jöfnuðu Milwaukee Bucks einvígi sitt gegn Boston Celtics með 97-86 sigri. Staðan eftir leikinn því jöfn í einvíginu, 3-3, en oddaleikur liðanna um hver komist áfram í aðra umferð fer fram í TD Garden í Boston á laugardagskvöldið.

 

Fyrir heimamenn í Milwaukee var Giannis Antetokounmpo atkvæðamestur með 31 stig og 14 fráköst á meðan að fyrir gestina var það Terry Rozier sem dróg vagninn með 16 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Boston Celtics 86 – 97 Milwaukee Bucks

(Einvígið jafnt 3-3)