Lokahóf Vestra var haldið hátíðlegt um síðustu helgi. Tímabil Vestra er tiltölulega nýlokið en liðið endaði í fjórða sæti 1. deildar karla en liðið var lengi vel í baráttu um toppsætið. Heimasíða Vestra greinir frá þessu en  þar segir að markmiðum vetrarins hafi verið náð. 

 

Þeir leikmenn sem þóttu skara framúr voru veittar viðurkenningar en helstu viðurkenningar eru eftirfarandi. Nemanja Knezevic var valinn besti leikmaður liðsins og hlaut hann einnig viðurkenningu sem besti varnarmaðurinn. Nemanja átti magnað tímabil og áttu meiðsli hans mikin þátt í því að tímabil Vestra lauk svo snemma. Hann hefur samið við Vestra um að vera áfram hjá liðinu sem er gríðarlegur styrkur fyrir Ísfirðinga. 

 

Besti sóknarmaðurinn var valinn Nebojsa Knezevic annað árið í röð.  Viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á tímabilinu fékk Ingimar Aron Baldursson og Björn Ásgeir Ásgeirsson hlaut nafnbótina efnilegasti leikmaðurinn. Dugnaðarforkur ársins var svo valinn Gunnlaugur Gunnlaugsson. 

 

Þá var sérstök þakklætisviðurkenning veitt Þorsteini Goða Einarssyni og segir á heimasíðu Vestra eftirfarandi: „Áður en viðurkenningar til leikmanna voru veittar tóku leikmenn sjálfir sig til og veittu Þorsteini Goða Einarssyni séstakan þakklætisvott fyrir starf hans með liðinu. Þorsteinn Goði hefur aðstoðað liðið á öllum heimaleikjum vetur og verið því innan handar með stórt og smátt. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í veittu leikmenn Þorsteini hvíta heimavallartreyju liðsins að gjöf.“ 

 

Vestramenn eru bjartsýnir fyrir framhaldið enda mikill uppgangur hjá félaginu. Yngvi Gunnlaugsson sem þjálfað hefur liðið síðustu ár mun áfram stýra skútunni og segir á síðu Vestra „allra mest hlökkum við til þegar flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í 1. deild á nýjan leik í haust.“

 

Meira má sjá á Vestri.is.