Í kvöld kl. 19:15 mætast Skallagrímur og Haukar í annað skiptið í undanúrslitum Dominos deildar kvenna. Fyrri leikinn unnu Haukar á heimavelli, en í kvöld verður leikið í Borgarnesi. Ljóst er að leikurinn er ansi mikilvægur fyrir Borgfirðinga, sem vilja líklegast ekki lenda í þeirri stöðu að vera 2-0 undir og á leiðinni aftur í Hafnarfjörðinn.
Hérna er umræða um undanúrslit Dominos deildar kvenna
Hérna er yfirlit yfir undanúrslitin
Hvort liðið vinnur annan leik undanúrslita Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) April 6, 2018
Leikur dagsins
Undanúrslit Dominos deild kvenna:
Skallagrímur Haukar – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
(Haukar leiða einvígið 1-0)