Í kvöld fer fram einn leikur í undanúrslitum Dominos deildar karla. Það eru Íslandsmeistarar KR sem taka á móti deildarmeisturum Hauka í öðrum leik einvígis liðanna í undanúrslitum.

 

Haukar unnu fyrsta leik einvígisins 76-67 gegn KR á Ásvöllum. Haukar hafa enn ekki tapað fyrir KR á tímabilinu en liðið vann báða leikina gegn þeim í deildarkeppninni. 

 

Brynjar Þór Björnsson sem hefur verið meiddur síðustu misseri var í hóp hjá KR í fyrsta leiknum og er spurning hvort hann spili með í kvöld. Þá er Jón Arnór Stefánsson enn spurningamerki en það munar miklu um hann fyrir KR-inga. 

 

Leikmannahópur Hauka virðist vera heill og lítið um spurningamerki. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur kl 19:15. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður gerð góð skil á Karfan.is í kvöld.