Tryggvi Snær Hlinason sem leikur með liði Valencia á Spáni hefur aðeins verið þar í tæplega ár og kappinn er ekki lengi að aðlaga sig nýju um hverfi.  Tryggvi hefur verið að nýta mínútur sínar vel með aðalliðinu og tal um að hann verði jafnvel valinn í NBA valinu nk. eru háværar. 

 

Nýjasta nýtt er að Tryggvi er ansi snöggur  til að ná tungumáli þeirra Spánverja og í myndbandi af kappanum þar sem að hann og liðsfélagi hans Sergei Garcia heimsækja skóla í borginni er Tryggvi nokkuð brattur í spænskunni.  Hægt er að sjá herlegheitin hér að neðan og ekki er hægt að segja annað en, vel gert!