Tveir leikir voru á dagskrá úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Í Minnesota sigruðu Houston Rockets heimamenn í Timberwolves í fjórða leik liðanna. Næsti leikur í Houston, en þar geta Rockets sent Timberwolves í sumarfrí með sigri.

 

Í Utah sigruðu heimamenn í Jazz lið Oklahoma City Thunder. Í leik sem að nýliði þeirra, Donovan Mitchell, setti stigamet. Skoraði 33 stig í leiknum, sem er það hæsta sem nýliði hefur gert í úrslitakeppni. Stjörnuleikmaður Thunder, Russell Westbrook, átti erfitt uppdráttar, fékk 4 villur dæmdar á sig í fyrri hálfleiknum og fékk, eins og sjá má hér fyrir neðan, að heyra það frá fyrrum forsetaframbjóðandanum Mitt Romney.

 

 

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Houston Rockets 119 – 100 Minnesota Timberwolves

(Rockets leiða 3-1)

 

Oklahoma City Thunder 96 – 113 Utah Jazz

(Jazz leiða 3-1)

 

 

Brot úr leikjunum: