Franska úrvalsdeildin (Pro A) hefur valið Martin Hermannsson sem leikmann 29. umferðar deildarinnar. Þetta var tilkynnt á heimasíðu deildarinnar í morgun. 

 

Chalons/Reims vann góðan sigur á Le Portel í 29. umferð Pro A deildinni. Reims var mun betra liðið allan leikinn og gaf forystuna ekki eftir. Lokastaðan var 83-75 fyrir liðinu á sínum heimavelli.

 

 
Fyrir leikinn hafi Reims einungis unnið einn af síðustu sex leikjum og því mikilvægur sigur gegn Le Portel. Martin Hermannsson var valinn maður leiksins en hann var með 27 stig í leiknum og var stigahæstur. Auk þess var hann með 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Martin hitti mjög vel í leiknum og var til að mynda með fjórar þriggja stiga körfur í átta tilraunum. 
 

Á heimasíðu deildarinnar segir að það sé magnað að Martin sé orðin „Go to„ gæi liðsins þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi í þessari deild. Hann hafi sýnt leiðtogahæfileika og gæði í leiknum sem sást best á því að hann var með 10 stig og þrjár stoðsendingar í fjórða leikhluta til að ná í sigurinn.