Chalons/Reims vann í kvöld góðan sigur á Le Portel í 29. umferð Pro A deildinni. Reims var mun betra liðið allan leikinn og gaf forystuna ekki eftir. Lokastaðan var 83-75 fyrir liðinu á sínum heimavelli.

 

Martin Hermannsson var valinn maður leiksins en hann var með 27 stig í leiknum og var stigahæstur. Auk þess var hann með 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Martin hitti mjög vel í leiknum og var til að mynda með fjórar þriggja stiga körfur í átta tilraunum. 

 

Haukur Helgi og Cholet unnu loksins í deildinni er liðið fékk Antibes í heimsókn. Haukur Helgi Pálsson var með níu stig í leiknum en hann er mikilvægur leikmaður liðsins. Cholet hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir þennan og því um mikilvægan sigur að ræða. 

 

Chalon/Reims er þar með í fjórtánda sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan Cholet af 18 liðum. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin byrjar en líkur Martins og Hauka á að ná þangað eru engar.