Lykilleikmaður 8 liða úrslita Dominos deildar karla var leikmaður Hauka, Kári Jónsson. Í 5 leikja "thriller" seríu sem Haukar lögðu að lokum Keflavík í var Kári nánast óaðfinnanlegur. Skilaði 22 stigum, 6 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á 36 mínútum að meðaltali í leik. Þá var þriggja stiga nýting hans til fyrirmyndar, eða í kringum 42%. Framlag hans í leikjunum líka stöðugt, en hann skoraði lægst 17 stig og hæst 27 stig í einvíginu.

 

Hápunktur Kára í einvíginu og umdeilanlega deildarinnar í heild þetta árið kom í lok annars leiksins, þegar hann setti þessa ævintýralegu sigurkörfu niður frá hinum enda vallarins í TM Höllinni í Keflavík.

 

 

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Tindastóls, Antonio Hester, leikmaður ÍR, Danero Thomas og leikmaður KR, Kristófer Acox.