Lykilleikmaður 1. leik úrslitaeinvígis Hauka og Vals í Dominos deild kvenna var leikmaður Hauka, Helena Sverrisdóttir. Í 85-68 sigri deildarmeistara Hauka í fyrsta leik einvígissins skilaði Helena laglegri þrennu. 18 stigum, 12 fráköstum, 12 stoðsendingum, 5 stolnum boltum og í heildina 36 framlagsstigum á þeim 35 mínútum sem hún spilaði í leiknum.

 

Næst mætast liðin komandi laugardag kl. 16:30 í Valsheimilinu.