Lykilleikmaður þriðja leiks úrslitaeinvígis Hauka og Vals var leikmaður Hauka, Helena Sverrisdóttir. Á tæpum 38 mínútum spiluðum í sigri Haukana skilaði Helena laglegri þrennu. Skoraði 16 stig, tók 10 fráköst, gaf 14 stoðsendingar og stal 5 boltum.

 

Helena hefur nú skilað þrennu í þessum fyrstu þremur leikjum einvígissins, en í heildina er hún að skila 21 stigi, 12 fráköstum og 10 stoðsendingum að meðaltali í leik í úrslitakeppninni.

 

Haukar leiða 2-1 eftir leikinn í kvöld, en næsti leikur liðanna er komandi fimmtudag kl. 18:00 á heimavelli Vals að Hlíðarenda.