Lykilleikmaður fjórða leiks úrslitaeinvígis Vals og Hauka var leikmaður Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir. Á 35 mínútum spiluðum í sigri Vals skoraði Guðbjörg 19 stig, tók 8 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Þá var hún með hreint frábæra skotnýtingu, 3/4 úr djúpinu og í heildina 73% af vellinum.

 

Með sigrinum tryggði Valur sér því oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem fer fram komandi mánudag kl. 19:15 í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði.

 

Hérna er viðtal við Guðbjörgu eftir leik í Origo Höllinni