Lykilleikmaður annars leiks úrslita Vals og Hauka var leikmaður Vals, Aalyah Whiteside. Á rúmum 36 mínútum spiluðum í sigri Vals skoraði Whiteside 32 stig, tók 4 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum.

 

Þá setti hún tvö risastór víti til þess að ísa leikinn í 80-76 þegar 7 sekúndur voru eftir af fjórða leikhlutanum. Í heildina skilaði hún 33 framlaggstigum fyrir Val í kvöld, sem með sigrinum jöfnuðu einvígið, 1-1.

 

Næst mætast liðin næsta þriðjudagskvöld kl. 19:15 í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði.