Úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna getur lokið í kvöld er Valsarar fá Hauka í heimsókn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Haukum sem þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 

 

Liðin unnu sitthvoran leikinn hingað á sínum heimavelli í byrjun en Haukar tóku forystu með sigri á þriðjudag. Á tímabilinu hafa þau mæst sjö sinnum og Haukar unnið fimm af þessum leikjum. 

 

Valur vann fyrsta leik sinn í úrslitaeinvígi efstu deildar kvenna í sögunni er liðið jafnaði einvígið síðasta laugardag í Valhöllinni 80-76. Síðasti leikur liðanna var spennandi en Haukar silgdu sigrinum heim að lokum með sannfærandi lokamínútum. Umfjöllun og viðtöl úr síðasta leik má finna hér. 

 

Leikurinn fer fram kl 18:00 í Valshöllinni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður svo gerður upp í kvöld á Karfan.is.