Jeff Brooks, bandarískur leikmaður Unicaja Malaga hneig niður í leik liðsins gegn Valencia í spænsku deildinni í gærkvöld. Í fyrstu héldu leikmenn og þjálfarar að hann hefði fallið niður eftir samstuð við aðra leikmenn þar til annað kom í ljós.

 

 

 

 

Brooks náði svo aftur meðvitund á vellinum en var engu að síður sendur á sjúkrahús til rannsókna. Síðustu fréttir herma að hann hafi verið útskrifaður af spítalanum en greiningin var einfaldlega yfirlið vegna lágs blóðþrýstings.