Í gærkvöldi varð það ljóst að það verða deildarmeistarar Hauka og Valur sem munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fyrsti leikurinn er komandi fimmtudag 19. apríl kl. 19:15 í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði, en liðin munu síðan skiptast á heimavöllum þangað til að annað hvort þeirra er komið með 3 sigra.

 

Dagskrá úrslitanna í Domino´s deild kvenna:

Leikur 1 – 19 apríl kl. 19.15 Haukar-Valur

Leikur 2 – 21 apríl kl. 16.00 Valur-Haukar

Leikur 3 – 24 apríl kl. 19.15 Haukar-Valur

Leikur 4 – 27 apríl kl. 19.15 Valur-Haukar – ef þarf

Leikur 5 – 30 apríl kl. 19.15 Haukar-Valur – ef þarf