Leikmaður Chicago Bulls í NBA deildinni, Lauri Markkanen mun leika með löndum sínum í Finnlandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í sumar, en hann hefur ekkert verið með liðinu í þeim tveimur gluggum sem liðið lék í í vetur. Verður hann bæði með liðinu þann 29. júní úti í Tékklandi og svo heima í Helsinki þann 2. júlí gegn Íslandi.
Lauri hefur átt flott fyrsta tímabil í NBA deildinni með liði Chicago Bulls og er af mörgum talinn líklegur til þess að verða kosinn í úrvalslið nýliða á komandi vikum. Verður erfitt fyrir Ísland að eiga við hann, en síðast þegar að hann mætti Íslandi setti hann 23 stig í æsispennandi lokaleik riðlakeppni EuroBasket 2017 í Helsinki.
Sem stendur er Finnland á sama stað og Ísland í riðlinum, með 6 stig eftir fjóra leiki, en Tékkland er í efsta sætinu með 7 og Búlgaría í því neðsta með 5.
Hérna er staðan í undankeppni heimsmeistaramótsins
Lauri Markkanen joins #Susijengi as the #FIBAWC qualifying campaign continues in June! Welcome home @MarkkanenLauri _x1f499_ pic.twitter.com/okR77biQln
— Basket.fi (@basketfinland) April 15, 2018