Körfuknattleiksdeild Hamars fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og var því slegið til hátíðar á leik liðsins gegn Breiðablik er liðin mættust í fyrsta leik liðanna í einvígi um laust sæti í Dominos deild karla að ári. Heiðursgestir voru Aldis Hafsteinsdótir, bæjarsstjóri Hveragerðis, Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.

 

Auk þess voru veittar viðurkenningar til tveggja einstaklinga sem hafa haft áhrif á körfuboltann á Hveragerði. Frá þessu segir á heimasíðu KKÍ. Birgir S. Birgisson fékk afhent silfurmerki KKÍ fyrir hams framlag til körfuboltans og Lárus Ingi Friðfinnson fékk afhent gullmerki KKÍ fyrir hans mikla og óeigingjarna starf fyrir körfuboltann en Lárus hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar Hamars ásamt því að hafa setið í stjórn og nefndum a vegum KKÍ. 

 

Blikum tókst hinsvegar að skemma afmælisveisluna því liðið vann sigur á Hveragerði eftir framlengdan leik. Næsti leikur liðanna fer fram í Smáranum næstkomandi sunnudag og geta Hvergerðingar reyna að ná fram hefndum þar. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í Dominos deild karla að ári.