1. deildarlið Þórs Akureyri hefur samið við Hvergerðinginn Lárus Jónsson um að þjálfa liðið á næsta tímabili. Þór féll niður úr Dominos deildinni á þessu tímabili eftir tveggja ára veru í efstu deild, þar sem þeir komust í úrslitakeppnina á síðasta ári eftir að hafa endað í 8. sæti.

 

Lárus kemur í stað Hjalta Þórs Vilhjálmssonar sem þjálfaði liðið þetta síðasta tímabil, en hann lét af störfum á dögunum.

 

Áður hefur Lárus þjálfað hjá Hamri og nú síðast Breiðablik. Lárus gerði unglingaflokk Breiðabliks að bikarmeisturum fyrr í vetur, en hjá Þór mun hann einnig sjá um þjálfun drengjaflokks.

 

Frétt Þórs