Annar úrslitaleikur KR og Tindastóls fer fram í DHL-Höllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir KR eftir sterkan sigur í fyrsta leik seríunnar í Síkinu.

Lokatölur í fyrsta leiknum voru 54-75 KR í vil svo stóra spurning dagsins er hvort Tindastólsmenn hafi fundið einhverja leið til að teygja á varnarleik KR og finna leið til að jafna einvígið.

Í fyrsta leiknum í Síkinu fengu KR-ingar 32 stig af bekknum en Tindastóll aðeins 16 en bæði lið dreifðu álaginu vel á hópana sína enda stutt á milli leikja.

Hvað verður í þessum öðrum úrslitaleik kvöldsins? Stólarnir komnir með svörin eða er trygga ljósavélin í KR-elementinu að malla á svo þéttum gangi að á henni verður ekki slökkt nema með einhverskonar náttúruhamförum? Mætið bara í DHL-Höllina í kvöld og fáið svörin!

Mynd/ Pavel var besti maður vallarins í fyrsta sigri KR í seríunni.