Rétt í þessu tryggði KR sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla með sigri á Haukum í leik fjögur í einvígi liðanna. KR var í bílstjórasætinu meirihluta leiksins en Haukar voru alltaf í skugganum og fyrir vikið voru lokamínúturnar æsispennandi. 

 

Þetta er fimmta árið í röð sem KR er í úrslitaeinvíginu í Dominos deild karla og getur liðið náði í fimmta Íslandsmeistaratitilinn á fim árum. Andstæðingarnir verða Tindastóll og hefst einvígið þann 20. apríl eða næstkomandi föstudag á Sauðárkróki. 

 

Nánari umfjöllun um leikinn og viðtöl við þjálfara og leikmenn eru væntanleg á Karfan.is

Úrslit kvöldsins: 

Dominos deild karla:

 

KR-Haukar 85-79 (17-14, 19-20, 19-17, 30-28)

KR: Brynjar Þór Björnsson 17/5 fráköst, Kendall Pollard 13/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 13, Björn Kristjánsson 10, Pavel Ermolinskij 9/12 fráköst, Kristófer Acox 8/8 fráköst/3 varin skot, Darri Hilmarsson 7/6 fráköst, Jalen Jenkins 6, Jón Arnór Stefánsson 2, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Sigur?ur Á. Þorvaldsson 0. 

Haukar: Paul Anthony Jones III 22/7 fráköst, Kári Jónsson 17/4 fráköst, Breki Gylfason 11/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/4 fráköst, Emil Barja 8/4 fráköst/5 sto?sendingar, Kristján Leifur Sverrisson 6, Hjálmar Stefánsson 5/5 fráköst, Haukur Óskarsson 2/5 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Hilmar Pétursson 0, Alex Rafn Gu?laugsson 0, Sigur?ur Ægir Brynjólfsson 0.