Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í kvöld. Í þeim fyrri sgruðu heimamenn í Cleveland Cavaliers lið Indiana Pacers í oddaleik um sæti í annarri umferðinni. Kóngurinn Lebron James allt í öllu fyrir Cavaliers með 45 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Pacers var það Victor Oladipo sem dróg vagninn með 30 stigum, 12 fráköstum og 6 stoðsendingum. Næst munu Cavaliers mæta liði Toronto Raptors í annarri umferðinni.

 

 

 

Í seinni leiknum lögðu deildarmeistarar Houston Rockets lið Utah Jazz nokkuð örugglega. Verðandi verðmætasti leikmaður deildarinnar James Harden flottur í liði Rockets með 41 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Nýliðinn Donovan Mitchell atkvæðamestur Jazz manna með 21 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Indiana Pacers 101 – 105 Cleveland Cavaliers

(Cavaliers sigruðu einvígið 4-3)

 

Utah Jazz 96 – 110 Houston Rockets

(Rockets leiða einvígið 1-0)

 

Það helsta úr leikjunum: