Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Í Houston sigruðu heimamenn í Rockets lið Minnesota Timberwolves og eru því komnir 2-0 forystu í einvíginu. Var það leikguðinn Chris Paul sem fór fyrir deildarmeisturunum með 27 stigum og 8 stoðsendingum á meðan að Nemanja Bjelica dróg vagninn fyrir gestina með 16 stigum og 8 fráköstum.
Í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma City jöfnuðu gestirnir í Utah Jazz einvígi sitt gegn heimamönnum í Thunder. Lék nýliði Jazz Donovan Mitchell á alls oddi í lok leiks, skoraði 13 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Fyrir Thunder var Russell Westbrook atkvæðamestur með 19 stig, 9 fráköst og 13 stoðsendingar.
Þá jöfnuðu Cleveland Cavaliers einvígi sitt gegn Indiana Pacers, 1-1. Kóngurinn Lebron James svo sannarlega vel stilltur frá upphafi leiks til enda. Skoraði fyrstu 16 stig sinna manna í leiknum. Setti 46 í heildina, bætti við 12 fráköstum og 5 stoðsendingum. Victor Oladipo var stigahæstur fyrir gestina með 22 stig.
Indiana Pacers 97 – 100 Cleveland Cavaliers
(Staðan er jöfn 1-1)
Utah Jazz 102 – 95 Oklahoma City Thunder
(Staðan er jöfn 1-1)
Minnesota Timberwolves 82 – 102 Houston Rockets
(Rockets leiða 2-0)