Þrír leikir voru á dagskrá úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Í fyrsta leik kvöldsins sendu Toronto Raptors liðsmenn Washington Wizards í sumarfrí með góðum 102-92 sigri. Leikstjórnandinn Kyle Lowry atkvæðamestur Raptors manna með 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Wizards var það Bradley Beal sem dróg vagninn, setti 32 stig og tók 3 fráköst.
Aðdáendur Wizards voru eðlilega ekki ánægðir með frammistöðu sinna manna:
1:40 left Wizards fans fed up with this team pic.twitter.com/8IFFx4QFaz
— Agent of NBA Chaos (@World_Wide_Wob) April 28, 2018
Í Bankers Life Fieldhouse í Indianapolis kjöldrógu heimamenn í Pacers lið Cleveland Cavaliers, 121-87. Victor Oladipo með laglega þrennu fyrir Pacers, 28 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, á meðan að Lebron James var atkvæðamestur Cavaliers manna með 22 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.
Lance var eðlilegur að vanda:
bahahhaah Lance thought a timeout was called and ran onto the court to do an air guitar pic.twitter.com/aHamZ9HraD
— Agent of NBA Chaos (@World_Wide_Wob) April 28, 2018
Í þriðja leiknum sendu Utah Jazz lið Oklahoma City Thunder í sumarfrí. Enn og aftur var það nýliðinn Donovan Mitchell sem var að gera það fyrir Utah, setti 38 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í leiknum. Fyrir Oklahoma var það Russell Westbrook sem dróg vagninn með 46 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum.
Westbrook ekki sáttur eftir tapið:
he wasn't ready for russ _x1f602__x1f602__x1f602_ he backed down so fast _x1f602__x1f602__x1f602_ pic.twitter.com/10lBkIk32Z
— Shea Serrano (@SheaSerrano) April 28, 2018
Toronto Raptors 102 – 92 Washington Wizards
(Toronto sigruðu 4-2)
Cleveland Cavaliers 87 – 121 Indiana Pacers
(Einvígið er jafnt 3-3)
Oklahoma City Thunder 91 – 96 Utah Jazz
(Utah sigruðu 4-2)