Keflavík hefur samið við Jón Guðmundsson um þjálfun meistaraflokks kvenna liðsins á næsta tímabili. Jón mun taka við af Sverri Þór Sverrissyni, sem færir sig yfir til karlaliðs félagsins. Undir stjórn Sverris vann liðið bæði Íslands og bikarmeistaratitil á síðasta tímabili. Á þessu tímabili varði liðið bikarmeistaratitilinn, en laut í lægra haldi fyrir Val í undanúrslitum Dominos deildarinnar, 3-1.

 

Jón er öllum hnútum kunnugur í Keflavík, en þar hefur hann þjálfað yngri flokka félagsins með góðum árangri síðustu áratugi.

 

Þá hefur Jón einnig verið dómari síðustu ár, en tímabilið 2011-12 var hann valinn besti dómari landsins.

 

Fréttatilkynning: