Breiðablik hefur samið við bakvörðinn Jeremy Smith um að leika með þeim á næsta tímabili í Dominos deild karla. Smith lék með Blikum á síðustu leiktíð í fyrstu deildinni, en þar tryggðu þeir sér sæti í Dominos deildinni með sigri á Hamri, 3-1, í úrslitum deildarinnar. 

 

Í 31 leik með Breiðabliki á síðasta tímabili skilaði Smith 22 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.