Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun leika með háskólaliði St. Louis University næstu árin samkvæmt færslu föður hans, Guðmundar Bragasonar á Facebook. Ingvi, sem kom ansi sterkur inn í Dominos deildinni á síðasta vetri, skilaði 11 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali á 26 mínútum spiluðum í 25 leikjum með Grindavík í vetur.

 

Lið St. Louis er í Atlantic 10 deild 1. deildar háskólaboltans. Í henni eru 14 lið, en bróðir Ingva, Jón Axel Guðmundsson, spilar með einu þeirra, Davidson. Því ekki ólíklegt að næsta vetur verði hægt að láta sér hlakka til að sjá bræðurna berjast á parketinu. Á síðasta tímabili lék Davidson í tvö skipti við St. Louis og sigraði í bæði, spurning hvort að Ingvi nái að snúa því tafli við á því næsta.

 

Færsla Guðmundar: